Axel einn í efsta sæti eftir annan dag

Axel Bóasson er að spila mjög vel.
Axel Bóasson er að spila mjög vel. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Axel Bóasson lék á 67 höggum eða þremur höggum undir pari á öðrum degi á Lannalod­ge-mót­inu í Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni í golfi. Axel er efstur á mótinu á samtals átta höggum undir pari.

Axel fékk sex fugla og þrjá skolla á brautunum 18 í dag. Hann er einu höggi á undan Jacob Glennemo frá Svíþjóð. 

Andri Björnsson var ásamt Axel í efsta sæti eftir fyrsta daginn, en hann náði sér ekki eins vel á strik í dag. Hann lék á 75 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á pari eftir hringina tvo og í 14.-20. sæti. 

Ólafur Loftsson er í 21.-30. sæti á einu höggi yfir pari. Hann lék á 70 höggum, eða á pari í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert