Axel hafnaði í 2. sæti

Axel Bóasson missti toppsætið í dag.
Axel Bóasson missti toppsætið í dag. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Kylfingurinn Axel Bóasson hafnaði í 2. sæti á Lannalod­ge-mót­inu í Svíþjóð í dag, en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni í golfi. Axel lék á 71 höggi í dag, eða einu höggi yfir pari, og er það hans slakasti hringur á mótinu hingað til. Finninn Antti-Juhani Ahokas lék á 68 höggum í dag og náði hann toppsætinu fyrir vikið. 

Axel var á átta höggum undir pari og í toppsætinu fyrir hringinn í dag. Andri Björnsson hafnaði í 47.-49. sæti á fjórum höggum yfir pari. Hann lék á 74 höggum í dag, fjórum höggum yfir pari, en hann var á meðal efstu manna eftir fyrsta hring. Ólafur Loftsson er í 50.-53. sæti, einu höggi á eftir Axel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert