Ólafía lauk leik á tíu höggum undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær á mótinu um helgina.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær á mótinu um helgina. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék mjög vel á Thornberry Creek-mótinu í Winsconsin-ríki í Bandaríkjunum. Hún spilaði hringina fjóra á samtals tíu höggum undar pari vallarins. Hún lék fjórða og síðasta hringinn sinn á mótinu í dag og reyndist það slakasti hringurinn hennar á mótinu. Hún lék á 72 höggum í dag, eða á pari, og var í 32.-42. sæti þegar hún lauk leik. Staða hennar gæti hins vegar breyst þar sem ekki allir kylfingar hafa lokið keppni. 

Ólafía var á meðal tíu efstu kylfinga um tíma í gær, en þá fataðist henni örlítið flugið og var hún á meðal 25 efstu kylfinganna þegar hún lauk leik í gær. Hún byrjaði ágætlega í dag og fékk fugl á annarri braut. Eftir það tóku hins vegar við þrír skollar á næstu fimm brautunum. 

Hún náði að rétta úr kútnum og fékk hún þrjá fugla og einn skolla á síðustu tíu brautunum. Við færum ykkur frekari fréttir af Ólafíu þegar allir hafa lokið leik og í ljós verður komið í hvaða sæti hún endar. 

Fylgst var með hverri braut fyrir sig í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ólafía í Wisconsin, 4. hringur opna loka
kl. 19:25 Textalýsing 17 og 18 PAR Ólafía fær par á síðustu tveimur brautunum. Hún líkur leik á þessu móti á tíu höggum undir pari, sem verður að teljast virkilega góður árangur. Hún lék hringinn í dag á pari, sem er hennar slakasti hringur á mótinu. Hún er í 36.-42. sæti þegar hún líkur leik. Það gæti breyst þar sem ekki allir kylfingar hafa lokið leik. Staðan: -10
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert