Ólafía náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var rétt í þessu að ljúka leik á fyrsta hringnum á Marathon Classic-mótinu í golfi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en mótið fer fram í Sylvania í Ohio-ríki í Bandaríkjunum.

Það gekk á ýmsu hjá Ólafíu á hennar 14. móti í LGPGA-mótaröðinni. Hún lauk keppni á 71 höggi, eða á parinu, og er þegar þetta er skrifað í 62. sæti ásamt fleirum, en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni.

Það gekk vel hjá Ólafíu fyrri hlutann á hringnum. Hún fékk par á fyrstu sjö holunum og fylgdi því svo eftir með því að fá tvo fugla. Hún fékk skramba á 10. holunni, fugl á þeirri 11. og tveir skollar komu á síðustu átta holunum en hún lauk hringnum á góðu nótunum með því að fá fugl. Hún spilaði 11 holur á pari, fékk 4 fugla, 2 skolla og 1 skramba.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu frá holu til holu hér á mbl.is.

Ólafía í Ohio - 1. hringur opna loka
kl. 21:30 Textalýsing 18-FUGL Ólafía Þórunn lauk hringnum á góðu nótunum með því að næla sér í fugl. Staðan: 63. sæti á pari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert