Ólafía lék á 72 höggum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í golfi, lék á einu höggi yfir pari í dag á þriðja hringnum á Maraþon Classic LPGA-mótinu sem fram fer í bænum Sylvania í Ohio-ríki á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Hún er 61.-65. sæti eftir daginn í dag.

Fuglarnir voru ekki að detta fyrir Ólafíu fyrri hluta dags og fékk hún sex pör í röð áður en fyrsti skolli hennar leit dagsins ljós á 7. holu. Hún svaraði fyrir hann á 9. holu en þá tóku við tveir skollar í viðbót á 11. og 14. holu.

Hún lagaði stöðuna svo með einum fugli á 15. holu og lauk leik á 72 höggum. Það er hennar lakasti hringur á annars vel spiluðu móti en hún lék fyrsta hringinn á 71. höggi og á 70 höggum í gær.

Ólafía náði niðurskurðinum í sjötta sinn á mótaröðinni á þessu móti sem er hennar 14. á mótaröðinni.

Ólafía í Ohio - 3. hringur opna loka
kl. 20:24 Textalýsing 18-PAR Ólafía fær par á 18. holu sinni í dag sem er sú 9. á vellinum, par 4. Leikur á +1 í dag, 72 höggum, og er samtals á pari. Staðan: PAR, 61. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert