Þrefaldur skolli setti strik í reikninginn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á einu höggum yfir pari á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Cristie Kerr er efst sem stendur en hún lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ekki hafa allir kylfingar hafið leik í dag svo staðan gæti breyst.

Ólafía lék á einu undir pari þegar hringurinn var hálfnaður, en fékk þrefaldan skolla á þrettándu holu. Hún krækti í fugl strax á eftir og fékk þrjú pör í röð áður en hún nældi sér í fugl á síðustu holunni. Hún er sem stendur jöfn í 37.-57. sæti en það mun eflaust breytast í dag.

Mótið er fyrsta mót LPGA-mótaraðarinnar í Evrópu á tímabilinu og er ljóst að sumir kylfingar áttu í erfiðleikum með að leika Dundonald Links völlinn, sem er strandarvöllur. Aðstæður eru öðruvísi en kylfingar hafa leikið á undanfarið, en kaldara og hvassara er í Skotlandi auk þess að vellirnir eru harðari.

Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu hér að neðan.

Ólafía í Skotlandi - 1. hringur opna loka
kl. 12:37 Textalýsing 18 FUGL - Já var það ekki. Ólafía nældi sér í fugl á síðustu holu dagins og er sem stendur í 37. sæti. Staðan: +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert