Haraldur tók 15. sætið – Andri í 30. sæti

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/GSÍ

Haraldur Franklín Magnús lék í dag þriðja og síðasta hringinn á Opna Gamle Fredrikstad-mótinu, sem er hluti af Nordic League-mótaröðinni, á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann lék alla þrjá hringi mótsins á 69 höggum og endaði í 15. sæti á samtals níu höggum undir pari. 

Andri Björnsson átti stórkostlegan hring í Noregi í gær og lék á 64 höggum, eða átta höggum undir pari, en hann náði ekki að halda uppteknum hætti í dag. Hann lék á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, og hafnaði hann í 30. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum á samtals fimm höggum undir pari. 

Svíinn Daniel Jennevret og Simo Haavisto frá Finnlandi enduðu efstir og jafnir á samtals 15 höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert