Besti árangur Ólafíu Þórunnar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lauk leik í dag á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía lék á einu höggi yfir pari í dag og þá einu höggi yfir pari í heildina. Hringurinn var ansi skrautlegur, en aðstæður voru svolítið krefjandi, vindur og rigning á köflum. Hún fékk fimm skolla í dag auk fjögurra fugla, en hinar níu holurnar lék hún á pari.

Ólafía á nú góðan möguleika á því að komast inn á Opna breska meistaramótið í golfi, sem er eitt af fimm risamótunum. Það kemur nánar í ljós í kvöld. Ólafía þarf að enda í einu af 100 efstu sætum LPGA-stigalistans til að fá fullan þátttökurétt á næsta tímabili, en hún var í 115. sæti fyrir mótið. Nú lítur allt út fyrir að hún verði í 102. sæti listans eftir mótið og því nálægt því að tryggja sér þátttökurétt á næsta ári.

Þetta er besti árangur Ólafíu Þórunnar frá upphafi, en Ólafía endaði jöfn í 13.-18. sæti á mótinu.

Eftir þriðja hringinn í gær var hún í 6.-8. sæti á mótinu og í baráttu um efstu sætin. Fylgst var með gengi hennar í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Ólafía í Skotlandi - 4. hringur opna loka
kl. 16:10 Textalýsing 18 PAR - Ólafía endar hringinn á pari og á einu höggi yfir pari í heildina. Hún er sem stendur í 12.-18. sæti og á góðan möguleika á að komast inn á Opna breska meistaramótið. Staðan: +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert