Þórður komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Þórður Rafn Gissurarson
Þórður Rafn Gissurarson

Atvinnukylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Sierra Polish Open mótinu sem fram fór í Póllandi 30. júlí – 1. ágúst. Mótið er hluti af Pro golf mótaröðinni sem Þórður Rafn leikur á, en hann lék tvo hringi í mótinu á sex höggum yfir pari. Til að ná í gegnum niðurskurðinn hefði hann þurft að leika á tveimur höggum yfir pari eða betur.

Næsta mót hjá Þórði er dagana 10.-12. ágúst, en það er Gut Bissenmoor Classic. Mótið verður leikið í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert