Skrambi gerði Ólafíu lífið leitt

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í eldlínunni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í eldlínunni. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari á fyrsta hring sínum á Opna breska meistarmótinu í golfi, einu af risamótum ársins. Heilt yfir náði Ólafía fínum hring, en skrambi á 16. holu gerði henni lífið leitt. 

Ólafía fékk þrjá skolla, tvo fugla, einn skramba og tólf pör í dag og var hún í 123. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum þegar hún lauk leik. 

Michelle Wie trónir á toppnum á átta höggum undir pari vallarins, en hún lék á 64 höggum í dag. In-Kyung Kim er í öðru sæti á sjö höggum undir pari og Lindy Duncan er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. 

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ólafía á Opna breska - 1. hringur opna loka
kl. 19:20 Textalýsing 18. PAR - Ólafía klárar hér sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu með því að fá par. Hún lék hringinn samanlagt á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari og er hún í 123. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert