Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lauk leik í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi. Ólafía lauk leik á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum. Hún átti slæman kafla á fyrri níu, en hún fékk skolla á 2., 3., 4. og 5. holunni. Hún krækti í tvo fugla og einn skolla það sem eftir lifði hrings, en hún lék á sex höggum yfir pari í heildina (75, 75).

Hún var í 122.-130. sæti þegar keppni hófst í morgun, en endar í 141.-142 sæti mótsins og kemst því ekki í gegnum niðurskurðinn. Aðstæður í Skotlandi eru snúnar, en veðrið er fljótt að breytast og völlurinn fljótur að refsa slæmum höggum. 

Ólafía heldur heim til Íslands, en hún verður með góðgerðarmót í samstarfi við KPMG á þriðjudaginn í GKG.

Fylgst var með stöðunni í beinni textalýsingu hér að neðan.

Ólafía á Opna breska - 2. hringur opna loka
kl. 13:05 Textalýsing 18 PAR - Ólafía fær par á lokaholuna og lýkur leik á þremur höggum yfir pari. Hún er á sex höggum yfir pari í heildina og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Staðan: +3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert