Axel og Haraldur á einu undir pari

Axel Bóasson varð Íslandsmeistari í júlí eftir hetjulega baráttu við …
Axel Bóasson varð Íslandsmeistari í júlí eftir hetjulega baráttu við Harald Franklín. Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús luku í morgun leik á fyrsta hring á Opna Isaberg mótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Mótið fer fram í Svíþjóð á Isaberg golfvellinum.

Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem kapparnir leika saman á mótaröðinni, en þeir voru saman í ráshópi í dag. Þeir léku báðir á einu höggi undir pari og léku nokkuð svipað golf. Axel krækti í fjóra fugla og þrjá skolla en Haraldur þrjá fugla og tvo skolla.

Enn eiga fjölmargir kylfingar eftir að klára fyrsta hringinn og því lítið að marka stöðuna sem stendur, en þeir eru báðir jafnir í 16.-17. sæti. Besta skor dagsins hingað til er fjögur högg undir pari.

Mótið er þriggja daga og líkur á laugardag.

Hægt er að sjá stöðuna í mótinu hér og þá hvar Íslendingarnir standa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert