Fyrsti sigur Stenson í ár

Stenson var vígalegur með bikarinn í gær.
Stenson var vígalegur með bikarinn í gær. AFP

Sænski atvinnukylfingurinn Henrik Stenson vann í gær Wyndham-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þetta var hans fyrsti sigur síðan hann vann Opna breska meistaramótið á síðasta ári. Stenson lék frábærlega og endaði á 22 höggum undir pari (62, 66, 66, 64), einu höggi betur en Bandaríkjamaðurinn Ollie Schniederjans.

Þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst, en Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum. 125 efstu kylfingar stigalistans fá þátttökurétt í fyrsta móti FedEx-bikarsins, en í síðasta mótinu verða það einungis efstu 30. Sigurvegari lokamótsins fær 10 milljónir dollara í verðlaunafé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert