Guðrún stígur skrefið

Guðrún Brá Björgvinsdóttir reynir fyrir sér í atvinnumennskunni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir reynir fyrir sér í atvinnumennskunni. Ófeigur Lýðsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni verða báðar á meðal keppenda þegar fyrsta stig úrtökumótanna fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku hefst á morgun. Valdís er með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á þessu ári en Guðrún Brá hefur hingað til leikið sem áhugamaður en reynir nú fyrir sér í atvinnumennskunni.

„Ég ætlaði upphaflega að fara í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina en margt bendir til þess að þar séu einhver fjárhagsvandræði í gangi. Mót hafa verið færð til og öðrum aflýst sem dæmi. Ég hef spilað þennan völl áður og ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld en hún og Valdís leika báðar á Mission Hills-golfsvæðinu en þar eru þrír vellir. Um 360 kylfingar raða sér niður á vellina þrjá.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert