Valdís Þóra keppir á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir er Íslandsmeistari 2017.
Valdís Þóra Jónsdóttir er Íslandsmeistari 2017. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, verður í eldlínunni á ný í Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni, eftir nokkurt hlé. Hún keppir á móti í Andalúsíu á Spáni sem hefst á fimmtudag.

Mótið kallast Costa del Sol Open og er fimmta mót Valdísar í mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er fyrir mótið í 91. sæti peningalistans, en besti árangur hennar til þessa er 22. sæti. Hún fór í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum mótum sínum í ár.

Til þess að halda keppnisréttinum í LET-Evrópumótaröðinni þurfa keppendur að vera í einu af 80 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Og það gæti dugað að vera í næstu sætunum þar fyrir neðan ef það eru kylfingar á topp 80 sem ná ekki að uppfylla kröfuna um lágmarksfjölda móta á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert