Birgir Leifur fór örugglega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun þá spilaði Birgir Leifur Hafþórsson afar vel á öðrum hring Opna Kasakstan-mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Hann kom snemma í hús í morgun en nú er ljóst að hann fór í gegnum niðurskurðinn og verður með seinni tvo keppnisdagana.

Birgir Leifur spilaði fyrsta hringinn í gær á pari vallarins en var á þremur höggum undir pari í dag og því samtals á -3. Skorið var niður miðað við eitt högg undir par og því var Birgir Leifur tveimur höggum frá niðurskurði. Hann er jafn fleiri kylfingum í 42. sæti fyrir þriðja hringinn á morgun en efstu kylfingar eru á ellefu höggum undir pari.

Verðlauna­féð er með því hæsta sem ger­ist á mótaröðinni og nán­ast all­ir sterk­ustu kylfingar mót­araðar­inn­ar keppa á þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert