Birgir Leifur stórbætti sig

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði vel á öðrum hring Opna Kasakstan-mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Eins og sakir standa er hann öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn en enn eiga flestir kylfingar eftir að ljúka leik.

Birgir Leifur fór snemma af stað í morgun og byrjaði hringinn afar vel. Hann fékk tvo fugla á fyrstu tveimur holunum og alls þrjá fugla á fyrstu fjórum. Hann bætti svo við fjórða fuglinum á 10. holu en fékk tvo skolla áður en hann lauk hring á fugli. Hann lék því samtals á þremur höggum undir pari vallarins.

Birgir Leifur spilaði fyrsta hringinn í gær á pari vallarins og er því samtals á -3, en eins og staðan er núna verður skorið niður við -1 og er Birgir því tveimur höggum frá línunni. Eins og fyrr segir eru fæstir kylfingar komnir í hús og því gæti það breyst.

Verðlauna­féð er með því hæsta sem ger­ist á mótaröðinni og nán­ast all­ir sterk­ustu kylfingar mót­araðar­inn­ar keppa á þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert