Birgir Leifur úr leik í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son, kylf­ing­ur úr GKG, er úr leik á Fos­h­an-mót­inu í Kína, sem er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, eftir tvo hringi. Birgir lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari í gær, en bætti leik sinn til muna og spilaði á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi. Það dugði hins vegar ekki til og var hann fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Mótið var mik­il­vægt fyr­ir Birgi í bar­átt­unni um að kom­ast í hóp 15 stiga­hæstu kylf­inga mót­araðar­inn­ar, sem myndi færa hon­um keppn­is­rétt á Evr­ópu­mótaröðinni. Hann er í 26. sæti fyr­ir mótið sem er það þriðja síðasta í mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert