Axel Stefánsson, þjálfari norska handknattleiksliðsins Elverum, hét því nýlega að ef liðið ynni Drammen í efstu deildinni í Noregi myndi hann hlaupa allsnakinn gegnum miðbæinn. Elverum vann, og að sögn norska ríkisútvarpsins, NRK, stóð Axel við loforðið í gær.
Að sögn NRK segist Axel ætla að gæta betur að orðum sínum í framtíðinni.
Þrír íslenskir leikmenn leika með Elverum, þeir Samúel Ívar Árnason, Sigurður Ari Stefánsson og Ingimundur Ingimundarson.