Hreiðar fær mikið hrós

Hreiðar Levý Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrrakvöld. Lið hans, Sävehof, lagði þá meistarana í Hammarby að velli, 34:28, og er efst í deildinni með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Hreiðar varði mark Sävehof af miklum móð, sérstaklega í seinni hálfleik, við geysilega góðar undirtektir áhorfenda í Partille-höllinni í Gautaborg.

„Hreiðar gefur okkur mikið öryggi og við vitum hvernig við eigum að spila vörnina til að hann fái skotin á sig eins og hann vill," sagði félagi hans í liði Sävehof, Peter Möller, við Göteborgs-Posten í gær. Sjálfur sagði Hreiðar við vef Sävehof að þetta hefði líklega verið sinn besti leikur með félaginu til þessa en hann kom til liðs við sænska liðið í sumar eftir að hafa leikið með Akureyri í úrvalsdeildinni síðasta vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka