Haukar, Fram, ÍR og Þróttur Vogum tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ í handknattleik. Haukar burstuðu Val 2, 45:20, Fram hafði betur gegn FH 2 40:17, Þróttur Vogum hafði betur gegn nafna sínum Þrótti Reykjavík, 34:31 og ÍR lagði FH í Kaplakrika 27:26.
Pétur Pálsson var markahæstur í liða Hauka með 8 mörk og Þórður Rafn Guðmundsson kom næstur með 6 mörk.
Sigurður Valur Sveinsson stýrði liði Þróttar í Vogum gegn Þrótt Reykjavík en Sigurður lék á árum áður með Reykjavíkur Þrótturum en undanfarin ár hefur hann stýrt liði Þróttar úr Vogum í bikarkeppninni.