Haukar sigruðu Aftureldingu, 30:24, úrvalsdeild karla í handknattleik í Mosfellsbænum í kvöld og náðu þar með efsta sætinu í deildinni. Haukar, HK og Fram eru öll með 9 stig en Stjarnan er með 8 stig og á leik góða á Akureyri á morgun.
Afturelding er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 4 stig en síðan koma Valur með 3, Akureyri með 2 og ÍBV er án stiga. Valur og ÍBV mætast líka á morgun.
Afturelding var yfir framan af leiknum, síðast 9:8, en þá tóku Haukar yfirhöndina og náðu þriggja marka forystu fyrir hlé, 15:12.
Haukar komust síðan sex mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn og munurinn hélst fjögur til sex mörk það sem eftir lifði leiks.
Daníel Jónsson og Davíð Ágústsson skoruðu 4 mörk hvor fyrir Aftureldingu. Arnar Jón Agnarsson gerði 8 mörk fyrir Hauka og þeir Jón Karl Björnsson, Andri Stefan og Freyr Brynjarsson 4 mörk hver.