Landsliðið sannaði galdranáttúru sína

Sigurður Atlason.
Sigurður Atlason. mynd/bb.is

Galdramaðurinn Sigurður Atlason á Hólmavík segir frammistöðu íslenska landsliðsins á EM í handbolta engan veginn afsanna fyrri fullyrðingu sína um galdrahæfileika liðsins. Sigurður hélt því fram fyrir helgi að strákarnir í landsliðinu hefðu sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þeir einir verðskuldi titilinn íslenskir galdramenn.

„Það þarf enga smáræðis og magnaða galdranáttúru til að ná að klúðra hlutunum jafn gersamlega og raun bar vitni, og það aðeins á ríflega 60 mínútum. Það geta sko ekki hverjir sem er,“ segir Sigurður um leikinn gegn Svíum.

Sigurður rekur Galdrasafnið á Hólmavík og vegna galdranáttúru landsliðsins fær það sérstakan sess á safninu á meðan EM stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka