Hannes Jónsson samdi við Hannover-Burgdorf

Hannes Jón Jónsson fer til Hannover-Burgdorf í sumar.
Hannes Jón Jónsson fer til Hannover-Burgdorf í sumar. mbl.is

Hannes Jón Jónsson handknattleiksmaður sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia gengur í raðir þýska liðsins Hannover-Burgdorf í sumar. Hannes hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið sem er sem stendur í sjötta sæti í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar.

,,Hannes er fjölhæfur leikmaður sem er hægt að nýta í mörgum stöðum á vellinum. Með tilkomu hans og þeirra fjögurra annarra leikmanna sem við höfum fengið fyrir næstu leiktíð ætti lið okkar að styrkjast til muna,“ segir Stefan Wyss, framkvæmdastjóri Hannover-Burgdorf á heimasíðu félagins.

Hannes, sem lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Noregi í vetur, hefur leikið með Fredericia frá því í fyrrasumar en þangað kom hann frá norska liðinu Elverum og þar áður var hann í herbúðum Ajax í Danmörku. Hér heima lék hann með ÍR og Val. Hannes hafði möguleika á að framlengja samning sinn við Fredrecia um eitt ár en kaus að gera það ekki.

Með liði Hannover-Burgforf leikur Heiðmar Felixson en hann hefur verið á mála hjá félaginu frá árinu 2004 og er samningsbundinn því til 2009. Þá samdi Hannover-Burgdorf við litháíska línumanninn Andrius Stelmokas, fyrrverandi leikmann KA, á dögunum. Stelmokas leikur nú með Füchsen Berlín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert