Ólympíumeisturunum boðið til veislu

Claudio Onesta, landsliðsþjáfari Frakka, fagnar ólympíugullinu með Olver Girault. Þeir …
Claudio Onesta, landsliðsþjáfari Frakka, fagnar ólympíugullinu með Olver Girault. Þeir voru báðir í vesilu Sarkozy í Élysée-höll í dag. Brynjar Gauti

Ólympíumeistaraliði Frakka í handknattleik var í dag boðið til veislu í Élysée-höll í París þar sem Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var gestgjafi. Fagnaði hann sigrinum með handknattleikslandsliðinu og öðrum keppendum Frakka á Pekingleikunum.

Frakkar urðu ólympíumeistarar í handknattleik karla í fyrsta sinn á sunnudag þegar þeir lögðu Íslendinga í úrslitaleik, 28:23. Í raun var þetta fyrsti úrslitaleikur Frakka í handknattleikskeppni á Ólympíuleikum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert