„Slepptum dýrinu lausu“

Aron Kristjánsson ásamt Óskari Ármannssyni, aðstoðarmanni sínum.
Aron Kristjánsson ásamt Óskari Ármannssyni, aðstoðarmanni sínum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið þennan leik og höfðum gefið það út að stefnan væri sigur á heimavelli, þrátt fyrir að við værum að mæta einu sterkasta félagsliði í heimi í handbolta. Það tókst og sigurinn var frábær,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka við mbl.is eftir sigur hans manna á stórliðinu Veszprém frá Ungverjalandi, 27:26 á Ásvöllum í dag.

„Liðið var einbeitt frá fyrstu mínútu og allir leikmenn með rétt hugarfar í leiknum, bæði í vörn og sókn. Hraðaupphlaupin gáfu okkur líka mikið. Við náðum einhvern veginn allir að sleppa dýrinu lausu og það sýndu leikmenn vel í leiknum. Núna er bara að fylgja þessu eftir bæði í deildinni hér heima og í Meistaradeildinni,“ sagði Aron sem sagði að hið mikla tap liðsins fyrir Val í síðustu viku hefði sko alls ekki setið í þeim. „Það var alveg ljóst að þessi Vals-leikur myndi aldrei sitja neitt í mönnum.“

Nánar er fjallað um leikinn í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka