Öruggur sigur Stjörnunnar á HK

Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna.
Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna. mbl.is/Golli

Stjarnan er áfram á sigurbraut í 1. deild kvenna í handknattleik og sigraði HK örugglega í Mýrinni í dag, 34:23. Staðan í hálfleik var 18:11, Garðabæjarliðinu í hag.

Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna, Alina Petrache 6 og Kristín Clausen 5. Jóna Sif Halldórsdóttir skoraði 6 mörk fyrir HK, Pavla Plaminkova og Brynja Magnúsdóttir 4 mörk hvor.

Fram sigraði FH í Kaplakrika, 28:23, og var yfir í hálfleik, 14:9. Hildur Knútsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5 en Hafdís Inga Hinriksdóttir gerði 7 mörk fyrir FH og Guðrún Helga Tryggvadóttir 5.

Grótta  sigraði Fylki, 25:22, á Seltjarnarnesi eftir að Fylkir hafði verið yfir í hálfleik, 14:11. Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Arndís María Erlingsdóttir gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu en Sunna Jónsdóttir gerði 7 mörk fyrir Fylki og Rebekka Skúladóttir 5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert