Logi frá keppni í þrjá mánuði

Logi Geirsson verður frá keppni næstu mánuðina.
Logi Geirsson verður frá keppni næstu mánuðina. mbl.is/Golli

Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik, þarf að gangast undir uppskurð á öxl og verður væntanlega frá keppni næstu þrjá mánuðina. Hann leikur ekki meira með Lemgo á tímabilinu og missir af leikjum Íslands gegn Makedóníu og Eistlandi í undankeppni Evrópumótsins í næstu viku.

„Ég fékk þetta staðfest núna undir kvöldið og þetta er mikið áfall, svekkjandi að geta ekki spilað meira í vetur og sérstaklega að missa af landsleikjunum tveimur. Vonandi verð ég búinn að ná mér í júní til að geta spilað landsleikina sem þá fara fram," sagði Logi við mbl.is í kvöld.

Þetta er mikið áfall fyrir landsliðið sem verður án margra sterkra leikmanna í leiknum mikilvæga  gegn Makedóníu sem fram fer í Skopje næsta miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert