Vorum algjörlega agalausir

Gunnar Magnússon þjálfari HK.
Gunnar Magnússon þjálfari HK. hag / Haraldur Guðjónsson

„Það kom fimmtán mínútna kafli hjá okkur í síðari hálfleik þar við vorum algjörlega agalausir og menn köstuðu boltanum hvað eftir frá sér í hendurnar á Valsmönnum. Þá gerðum við líka alltof mikið af ýmiskonar mistökum," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, vonsvikinn eftir tap, 24:20, fyrir Val í N1-deild karla í handknattleik í Digranesi í Kópavogi í kvöld.

„Það sem slapp síðan frá okkur í gegnum Valsvörnina varði Bubbi [Hlynur Morthens] markvörður. Hann var okkur mjög erfiður og hreinlega dró allt líf úr línumanni okkar að þessu sinni. Það sem ég er ekki með annan línumann á bekknum þá gat ég ekki skipt honum út.

En fyrst og léku Valsmenn góða vörn og eiga hrós skilið fyrir það. Við náðum aldrei að svara þeim þótt við teldum okkur hafa undirbúið okkur vel og átt að eiga lausnir við frábærri framliggjandi varnarleik þeirra. Sú reyndist ekki vera raunin. Agaleysi okkar var með ólíkindum og er eitthvað sem ég á erfitt með að útskýra svo stuttu eftir leik," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK ómyrkur í máli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka