Ragnar kominn í FH

Ragnar Jóhannsson í FH-búningnum í kvöld.
Ragnar Jóhannsson í FH-búningnum í kvöld.

Ragnar Jóhannsson skrifaði rétt áðan undir eins árs samning við Íslandsmeistara FH í handknattleik karla. Um leið hefur Ragnar verið leystur undan samningi við Selfoss sem hann hefur leikið með frá barnæsku.

Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Selfoss-liðið.

Ragnar var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla á nýliðinni leiktíð og skoraði einnig flest mörk allra leikmanna í 1. deild leiktíðina 2009-2010.

Flest félög í úrvalsdeildinni voru á höttunum eftir Ragnari eftir að Selfoss féll úr deildinni í vor og ljóst varð að hann var tilbúinn að róa á önnur mið.

Þorgeir Arnar Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði í samtali við mbl.is fyrir stundu að hann væri ánægður með að fá Ragnar í raðir Íslandsmeistaranna sem ætla sér stóra hluti á næsta keppnistímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert