Fram lagði meistarana í Krikanum

Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram sækir að vörn FH-inga.
Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram sækir að vörn FH-inga. mbl.is/Golli

Fram vann Íslandsmeistara FH, 28:23, í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, N1-deildarinnar, í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Fram var sex mörkum yfir í hálfleik, 14:8, og jók forskot sitt upp í níu mörk snemma í síðari hálfleik.

Eftir það aldrei vafi hvorum megin sigurinn hafnaði. FH-liðið á talsvert í land, jafnt í vörn sem sókn eftir að liðið tók miklum breytingum í sumar. Fram-liðið breyttist einnig talsvert eftir síðustu leiktíð. Frömurum hefur hins vegar lánast að koma saman sterkum varnarleik sem getur orðið þeirra helsta vop í vetur.

Baldvin Þorsteinsson skoraði átta mörk fyrir FH og Sigurður Eggertsson skoraði sjö fyrir Fram.

 

Lið FH: Sigurður Örn Arnarson (M), Daníel Andrésson (M), Sigurður Ágústsson, Andri Berg Haraldsson, Baldvin Þorsteinsson, Hjalti Pálmason, Ólafur Gústafsson, Magnús Óli Magnússon, Örn Ingi Bjarkason, Þorkell Magnússon, Arni Magnús Þorgeirsson, Ragnar Jóhannsson, Halldór Guðjónsson, Atli Rúnar Steinþórsson.

Lið Fram: Magnús Erlendsson (M), Sebastian Alexandersson (M), Sigfús Páll Sigfússon, Matthías Daðason, Halldór Jóhann Sigfússon, Stefán Baldvin Stefánsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Sigurður Eggertsson, Ingimundur Ingimundarson, Ægir Hrafn Jónsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Róbert Aron Hostert.

55. Staðan er 25:19, fyrir Fram.

50. Framarar virðast hafa leikinn í hendi sé þótt aðeins hafi lifnað yfir FH síðustu mínútur.  Tíu mínútur til leiksloka og munurinn sjö mörk, 24:17, Fram í vil.

40. FH-liðið erða fá háðulega útreið sem stendur. Framarar hafa lokið vörninni og Sebastian heldur áfram að fara á kostum í markinu. Staðan er 21:12, fyrir Fram.

35. Leikurinn er svipaður og hann var í fyrri hálfleik. Vörn Fram sterk og markvarsla góð. Sigurður Eggertsson fer á kostum í sókninni og hefur skorað sex mörk. FH-ingar ráða illa við hann. Áhorfendur á að giska 8-900.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks og Fram hefur verðskuldaða fimm marka forystu, 14:9.
Baldvin Þorsteinsson hefur skorað 4 mörk fyrir FH og Atli Rúnar Steinþórsson 2.
Hjá Fram er Sigurður Eggertsson markahæstur með 4 mörk og þeir Ingimundur Ingimundarson og Ægir Hrafn Jónsson hafa skorað 3 hvor.

27. Rautt spjald á Daníel Andrésson, markvörð FH. Hann hljóp út úr markinu og í veg fyrir Einar Rafn Eiðsson. Árekstur þeirra var ekki alvarlegur en reglurnar eru skýrar. Einar skoraði í tómt mark FH. Staðan 12:6, fyrir Fram.

24. Varnarleikur og barátta í aðalhlutverki á báða bóga. FH-liðið er í mesta basli með sóknarleikinn sem er sýnu verri en varnarleikurinn sem hefur skánað eftir því sem á leikinn hefur liðið. Staðan er 10:6, Fram í vil.

15. Lítið skorað síðustu mínútur. Fram vörnin traust og Sebastian í þrumustuði í markinu. Staðan er 8:4 fyrir Fram. Örn Ingi er nýkominn í stöðu leikstjórnanda hjá FH hefur það frískað upp á sóknarleik liðsins.

10. Meistararnir hafa ekki fundið taktinn á upphafsmínútunum. Vörn Fram er sterk með Ingimund og Ægi Hrafn í aðalhlutverki og Sebastian í fínu formi í marki.  Staðan er 7:3, fyrir Fram. FH tekur leikhlé enda gengur hvorki né rekur, jafnt í vörn sem sókn.

3. Leikurinn fer fjörlega af stað. FH komst í 2:0, en Fram hefur jafnað og er í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert