Stjarnan og Selfoss mætast

Hilmar Pálsson og félagar í Stjörnunni mæta Selfossi í umspilsleikjum …
Hilmar Pálsson og félagar í Stjörnunni mæta Selfossi í umspilsleikjum um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Ómar Óskarsson

Stjarnan vann stórsigur á ÍH, 36:22, í Mýrinni í kvöld í lokaumferð 1. deildar karla í handknattleik, eftir að hafa verið 16:12, yfir í hálfleik. Stjarnan hafnaði í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Aftureldingu en þremur stigum á undan Selfossi sem varð í þriðja sæti.

Stjarnan mætir Selfossi í fyrstu umferð umspils um keppnisrétt í úrvalseildinni á næsta keppnistímabili. Umspilið hefst fimmtudaginn 24. apríl. Sama dag mætast ÍR, sem varð í sjöunda sæti úrvalsdeildar, og Grótta sem hlaut fjórða sæti 1. deildar, einnig í umspili. Vinna þarf tvo leiki í umspilinu og munu síðan sigurliðið úr rimmu Stjörnunnar og Selfoss annarsvegar og ÍR og Gróttu hinsvegar mætast í leikjum um keppnisrétt í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili.

Mörk Stjörnunnar: Andri Hjartar Grétarsson 9, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Egill Magnússon 5, Starri Friðriksson 4, Víglundur Jarl Þórsson 3, Ari Pétursson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Vilhjálmur Halldórsson 2, Brynjar Darri Baldursson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Hrannar Eyjólfsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1.

Mörk ÍH: Stefán Mickael Sverrisson 6, Ólafur Fannar Heimisson 5, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Stefán Tómas Þórarinsson 2, Sigurður Gunnar Njálsson 2, Þórir Bjarni Traustason 2, Steingrímur Gústafsson 1, Theodór Ingi Pálmason 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert