Sigurgleði í Mosfellsbæ

Afturelding í Mosfellsbæ fagnaði sigri í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi eftir að liðið lagði Selfoss, 25:23, í lokumaferðinni. Afturelding leikur þar með á nýjan leik í úrvalsdeildinni í haust eftir eins árs veru í 1. deild.

Afturelding vann 19 af 20 leikjum sínum í deildinni í vetur, undir stjórn Konráðs Olavssonar, og fékk 38 stig. Stjarnan hafnaði í öðru sæti með 36 stig og Selfoss varð í þriðja sæti með 33 stig. Grótta hlaut 26 stig í fjórða sæti. Stjarnan mætir Selfossi í umspili um sæti í úrvalsdeild og Grótta leikur við ÍR. Umspilið hefst 24. apríl og eiga Stjarnan og ÍR heimaleikjarétt í fyrstu umferð.

Það ríkti mikil gleði í íþróttahúsinu að Varmá, N1-höllinni, þegar leikmenn liðsins fengu sigurlaun sín afhent í leikslok eins sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert