Ljónin eru komin á toppinn

Guðmundur Þórður Guðmundsson í essinu sínu.
Guðmundur Þórður Guðmundsson í essinu sínu.

Ljónin hans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen smelltu sér í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með því að leggja meistara Kiel að velli, 29:26, í Mannheim fyrir framan 14 þúsund áhorfendur.

Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna því Löwen náði mest átta marka forskoti í síðari hálfleik en Kiel náði að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins.

Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur og góð markvarsla Danans Nicklas Landins sem lagði grunninn að sigri Löwen í leiknum en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 14:12, Löwen í vil.

Sjá nánar um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert