Undankeppni EM setur talsvert strik í úrslitakeppnina

Eftir því sem næst verður komist hefur ekki verið rætt …
Eftir því sem næst verður komist hefur ekki verið rætt ennþá um hvort keppnistímabilið næsta vetur verði þétt. mbl.is/Golli

Undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik karla, sem hefst í haust og lýkur í júní á næsta ári mun setja talsvert strik í reikninginn í kringum úrslitakeppni Olís-deildar karla á næsta ári.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að tvær umferðir riðlakeppninnar fari fram frá 28. apríl til 3. maí sem þýðir að landsliðin koma saman 26. apríl og leikmenn verða ekki komnir aftur til félaga sinna fyrir en viku síðar.

Miðað við núverandi uppkast á Olís-deildinni fyrir næsta ár, hvort sem hún verður skipuð átta eða tíu liðum er ljóst að a.m.k. vika mun líða frá því að undanúrslitum úrslitakeppninnar lýkur og þar til kemur að sjálfri úrslitarimmu þeirra tveggja liða sem bítast munu um Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá nánar um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert