Gunnar Steinn og félagar

Gunnar Steinn skoraði tvö mörk fyrir Nantes.
Gunnar Steinn skoraði tvö mörk fyrir Nantes. Ljósmynd/Sylvain Artu

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Nantes unnu öruggan sigur á Ivry, 32:25, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Nantes situr sem fyrr fast í fjórða sæti deildarinnar
með 29 stig eftir 22 leiki.

Gunnar Steinn skoraði tvö mörk í leiknum.  Hann fær stutt páskafrí því á mánudaginn mætir Nantes liði Montpellier í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar. Um er ræða fyrri viðureign liðanna. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma leikinn.

Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Saint Raphael þegar liðið vann Selestad, 30:25, á útivelli í frönsku 1. deildinni í gær. Saint Raphael situr í sjötta sæti deildarinn.

Dunkerque færðist skrefi nær franska meistaratitlinum í gærkvöldi þegar liðið vann Montpellier, 26:25, á útivelli. 

PSG, sem Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson leika með, fékk leik sínum í 22. umferð fresta til 30. apríl vegna þess að liðið leikur á morgun við Veszprém frá Ungverjalandi í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert