Guif fyrst liða í undanúrslit

Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður, er kominn í undanúrslit um sænska …
Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður, er kominn í undanúrslit um sænska meistaratitilinn í handknattleik ásamt samherjum sínum í Guif frá Eskilstuna. EPA

Guif varð fyrst liða til þess ða tryggja sér sæti í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn  handknattleik í dag þegar liðið vann Redbergslid í þriðja sinn í átta liða úrslitum og sópaði þar með andstæðingi sínum úr keppni, lokatölur, 25:24, í íþróttahöllinni í Eskilstuna að viðstöddum rúmlega 1.700 áhorfendum. Þetta var nítjándi leikur Guif í röð án taps sem er met í sænsku úrvalsdeildinni.

Að vanda stóð Aron Rafn Eðvarðsson í marki Guif. Heimir Óli Heimisson gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda.  Kristján Andrésson þjálfari Guif getur þar með farið að búa lið sitt undir undanúrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert