Guðni: Bara einn af mörgum

„Þetta var hörkuleikur, dálítið kaflaskiptur,“ sagði Guðni Ingvarsson, línumaður Eyjamanna, sem átti góðan leik bæði í vörn og sókn í sigri ÍBV á Val í kvöld, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.

„Við vorum svolítið klaufar að halda þessu ekki í sjö eða átta mörkum fannst mér.  Svo var þetta hörkuleikur en um miðjan seinni hálfleikinn náðum við 4-0 kafla og náðum að halda því bara.  En þetta er bara einn af mörgum.  Það vantar marga punkta í viðbót.“

Stemningin hefur hjálpað ykkur í kvöld?

„Hún var bara geggjuð sko.  Ég var ánægður með gömlu skápana, þeir voru jafnvel farnir að taka ungu peyjana í stuðningnum,“ sagði Guðni.

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert