Langþráður sigur FH á Haukum

Eftir sex tapleiki FH gegn Haukum í vetur kom fyrsti sigur liðsins loksins í kvöld þegar FH-ingar unnu Hauka á Ásvöllum, 32:25 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. FH-ingar komust um leið yfir í einvígi liðanna, 1:0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

FH-ingar mætti grimmir til leiks bæði í vörn og sókn og komust fljótlega fimm mörkum yfir þegar þeir komust í 9:4. Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka var óhress með leik sinna manna í fyrri hálfleik og hafði nýtt tvö leikhlé eftir aðeins 23 mínútur í stöðunni 13:8 fyrir FH. Hálfleikstölur voru svo 16:12 fyrir FH-inga.

Haukar nörtuðu í hælana á FH í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn nokkrum sinnum í tvö mörk, en nær komust heimamenn ekki heldur bættu FH-ingar við forskot sitt og unnu að lokum öruggan sigur.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is og má sjá hana hér fyrir neðan.

Haukar 25:32 FH opna loka
60. mín. FH tapar boltanum Andri Berg Haraldsson vissi ekki sitt rjúkandi ráð í sókn FH.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert