Jón Gunnlaugur: Þurfum að laga sóknarleikinn

„Við skoruðum ekki nema 17 mörk í leiknum, þar af ekkert mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, annar þjálfara ÍBV hundfúll með sóknarleik Eyjakvenna gegn Val í dag. Valur sigraði ÍBV, 21:17 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

„Við lékum frábæra vörn og stelpurnar börðust vel. En við þurfum að laga sóknina fyrir næsta leik, alveg klárlega,“ sagði Jón Gunnlaugur meðal annars í viðtali við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í dag.

„Ég óska eftir því að stelpurnar í mínu liði þori að gera mistök í næsta leik og þá kemur þetta allt saman,“ sagði Jón Gunnlaugur.

Viðtalið við Jón Gunnlaug má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert