Patrekur: Megum ekki fara í vælukjóann

„Manni líður aldrei vel þegar maður tapar en mér líður samt betur en eftir fyrsta leikinn. Þetta var miklu betri frammistaða hvað varðar þessar grunnreglur; hreyfingu í vörninni og viljann til að vinna,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir annað tap gegn FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik.

Haukar eru nú komnir með bakið upp við vegg og FH gæti sópað þeim út með sigri á Ásvöllum á sunnudaginn.

„Það er ennþá möguleiki en þetta er hörkuvinna. Við megum ekki fara í vælukjóann heldur halda áfram og finna lausnir, og bæta það sem við erum að gera. Í þessari úrslitakeppni, þessu stutta móti, þarftu að finna lausnirnar mjög hratt,“ sagði Patrekur.

„Ég hrósa strákunum fyrir vinnusemi en í lífinu og boltanum þá fellur þetta stundum svona. Þetta hefði alveg getað fallið með okkur, þetta var mjög jafnt en það duga engar afsakanir og nú er bara næsti leikur,“ sagði Patrekur.

Nánar er rætt við Patrek í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert