Stjarnan lagði Selfoss í fyrsta leik

Egill Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Egill Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan sigraði Selfoss, 31:27, þegar liðin mættust í fyrsta leik í undanúrslitum umspilsins á Íslandsmóti karla í handknattleik í Mýrinni í Garðabæ í kvöld.

Stjörnumenn voru yfir í hálfleik, 15:12, og þeir geta nú tryggt sér áframhald, takist þeim að vinna leik númer tvö á Selfossi á laugardaginn. Að öðrum kosti verður oddaleikur í Mýrinni næsta þriðjudagskvöld.

ÍR lagði Gróttu í framlengdum leik fyrr í dag, 30:29, eins og áður hefur komið fram.

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Egill Magnússon 5, Víglundur  Jarl Þórsson 4, Starri Friðriksson 4, Sverrir Eyjólfsson 3, Andri Hjartarson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Ari Pétursson 1.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 5, Andri Hrafn Hallsson 5, Andri Már Sveinsson 5, Hörður Másson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Sverrir Pálsson 3, Atli Hjörvar Einarsson 2, Atli Kristinsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert