Gjörbreytt ársuppgjör

Ragnar Jóhannsson reynir skot að marki Hauka í leiknum í …
Ragnar Jóhannsson reynir skot að marki Hauka í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Kristinn

Á skömmum tíma hefur tímabilið 2013-14 tekið ótrúlegum stakkaskiptum frá sjónarhóli FH-inga. Þeir voru afskaplega nálægt því að vera komnir í frí núna, eða hreinlega að spila þessa tilgangslausu umspilsleiki við 1. deildar lið, en eru þess í stað búnir að vinna sigra í fyrstu tveimur undanúrslitaleikjunum við sjálfa deildarmeistarana og erkifjendur sína í Haukum.

Auðvitað er björninn ekki unninn. Haukar geta enn snúið rimmunni sér í vil en staða FH-inga er augljóslega mjög góð og hvað sem kann að gerast þá hefur þeim nú þegar tekist að sýna öllum að þeir hafi þrátt fyrir allt heilmikið til brunns að bera. Að þegar tímabilið 2013-14 sé gert upp komi í ljós að leikmannahópur FH hafi haft burði til að hreinlega landa Íslandsmeistaratitli, að minnsta kosti á góðum degi.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert