Vilja að Ólympíunefndin skoði IHF

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. mbl.is/Þorkell

Næsti leikur Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, gagnvart þeirri ákvörðun Alþjóðahandboltasambandsins, IHF að breyta reglum á mótafyrirkomulagi sínu í kyrrþey og handvelja Þýskaland inn á heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári í stað Ástralíu, er að fá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, til að fara fram á það við Alþjóða ólympíunefndina, IOC, að skoða málið og kanna hvort IHF hafi brotið reglur.

„Við höfum í raun og veru ákveðið að biðja ÍSÍ um að það óski eftir því við Alþjóða Ólympíunefndina, IOC að fara ofan í þetta mál og kanna hvort reglur hafi verið brotnar. Við byggjum þá beiðni okkar á því að heimsmeistarakeppnin er undanfari Ólympíuleika, því lið vinna sér rétt í gegnum HM til að keppa á Ólympíuleikum og í forkeppni Ólympíuleika. Þannig að við teljum að í raun geti IHF hafa verið að handvelja Þýskaland inn í forkeppni Ólympíuleika og við teljum það óeðlilegt og viljum að IOC skoði því þetta mál,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ í gær í samtali við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Guðmund B. Ólafsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert