Wallouz frá Kiel til Barcelona

Wael Jallouz í leik með Túnis gegn Svíþjóð.
Wael Jallouz í leik með Túnis gegn Svíþjóð. AFP

Þýskalandsmeistarar Kiel í handknattleik karla hafa selt Túnisbúann Wael Jallouz til Spánarmeistara Barcelona og hann fylgir því í kjölfar Guðjóns Vals Sigurðssonar sem fór frá Kiel til Katalóníuliðsins í vor.

Jallouz er 23 ára gamall, rétthent skytta, og hefur skorað 80 mörk í 52 leikjum með Kiel.

Alfreð Gíslason þjálfari Kiel segir við Kieler Nachrichten að þegar tilboð kom frá Barcelona í leikmanninn hefði niðurstaðan verið sú að félagaskiptin yrðu besta niðurstaðan fyrir hann sjálfan.

„Wael verður að spila mikið til að taka framförum og Barcelona getur tryggt honum það. Miðað við samsetninguna á okkar liði í dag get ég það ekki og þessvegna var það sameiginleg niðurstaða okkar að hann myndi fara og skiptin væru besta leiðin fyrir Wael til að bæta sig meira," sagði Alfreð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert