Ævintýraþráin togaði út

Þórður Rafn Guðmundsson.
Þórður Rafn Guðmundsson. mbl.is/Eggert

Hornamaðurinn Þórður Rafn Guðmundsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska handknattleiksliðið Fjellhammer, sem leikur í 1. deildinni þar í landi, en Þórður staðfesti það í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir undirskriftina. Hann fer út ásamt kærustu sinni Sunnevu Einarsdóttur sem spilar með Fram, en hún er að ganga frá lausum endum áður en hún skrifar undir samning við kvennalið félagsins.

„Ég er ekki að fara í eins sterka deild þarna úti, en ég vildi bara prófa eitthvað nýtt. Það er ekkert sem heldur manni hér heima þannig séð. Það var eiginlega ævintýraþráin sem togaði okkur út,“ sagði Þórður, sem fær ekki mikið andrúm eftir undirskriftina.

Þau Þórður og Sunneva verða þá þriðja íslenska handboltaparið sem leikur í Noregi, en fyrr í sumar fóru þau Einar Rafn Eiðsson og Unnur Ómarsdóttir út og fyrir voru þar þau Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Nánar er rætt við Þórð Rafn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert