HSÍ fundar með Moustafa

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF).
Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF).

Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, mun funda með Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í byrjun næstu viku til að ræða umdeildar reglubreytingar IHF á mótafyrirkomulagi sem urðu til þess að Ástralir misstu sæti sitt á HM í Katar á næsta ári og Þjóðverjar fengu sæti þeirra.

„Ég var búinn að ræða við ÍSÍ um að óska eftir því við Alþjóðaólympíunefndina að hún skoðaði IHF, en við höfum ekki sent ÍSÍ formlegt erindi þess efnis ennþá. Við ætlum ekki að gera það fyrr en við höfum fundað með forsetum Evrópska handboltasambandsins og IHF. Forseti EHF getur reyndar ekki hitt okkur fyrr en í seinni hluta ágúst en við munum vonandi eiga fund með forseta IHF í byrjun næstu viku. Hann bauð okkur að koma á mánudag, en við ætlum að reyna að breyta því og fá að hitta hann á þriðjudag frekar, því það passar betur við flugáætlanir frá Íslandi,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gærkvöld, en hann mun fara til fundarins við Moustafa í næstu viku í fylgd Davíðs B. Gíslasonar, varaformanns HSÍ.

„Hann er búinn að gefa okkur svar þess efnis að hann geti hitt okkur í næstu viku, við erum bara að reyna að finna rétta tímann.

Nánar er rætt við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert