Argentínumaður í markið hjá Fram

Helga Björk Eiríksdóttir formaður hkd. Fram og Nadia Bordon.
Helga Björk Eiríksdóttir formaður hkd. Fram og Nadia Bordon. Ljósmynd/Fram

Kvennalið Fram í handknattleik hefur samið við argentínska landsliðsmarkvörðinn Nadiu Bordon um að leika með liðinu í Olís-deild kvenna. Samningur Bordon við Fram er til tveggja ára.

Bordon er 26 ára og á að baki 40 landsleiki fyrir Argentínu auk þess að hafa spilað með yngri landsliðum þjóðarinnar. Hún hefur síðustu ár leikið með S.A. Quilmes í heimalandinu en einnig leikið á Ítalíu.

Nadia Bordon fyllir skarð Sunnevu Einarsdóttur sem varði mark Fram á síðustu leiktíð. Sunneva mun leika í Noregi á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert