Alfreð elskar mig ennþá

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/afp

„Það er allt fínt að frétta af mér nema að ég asnaðist til að togna aftan í lærinu í síðustu viku. Það var ansi fúlt því mér er búið að ganga vel á undirbúningstímabilinu og var búinn að koma mér í gott form enda búinn að æfa vel.“

Þetta segir Aron Pálmarsson leikmaður þýsku meistaranna í Kiel í samtali í Morgunblaðinu  í dag en keppni í þýsku Bundesligunni, bestu deild í heimi, hefst í dag.

“Hnéð var orðið gott sem var að stríða mér á síðustu leiktíð en ég var á einhverri sprettæfingu þegar ég fann að eitthvað gaf sig í lærinu. Þar að leiðandi missti ég af Super-cup-leiknum á móti Füchse Berlin og ég verð ekki með í leiknum á móti Lemgo. Ég er hins vegar að vonast til geta orðið klár á þriðjudaginn þegar við mætum Flensburg á heimavelli,“ segir Aron.

Sjá viðtal við Aron Pálmarsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert