Mun líklega mæða mikið á Sigurbergi

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Eisenach í Þýskalandi .
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Eisenach í Þýskalandi . mbl.is/von Th. Levknecht

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Eisenach í Þýskalandi þekkir vel til 1. deildarinnar, enda lék Eisenach þar á síðustu leiktíð. Morgunblaðið fékk Aðalstein til að rýna í deildina.

„Við fyrstu sýn er Kiel með lang sterkasta lið deildarinnar. En auðvitað eru þrír nýir leikmenn að koma inn í liðið hjá Alfreð og að sjálfsögðu tekur það einhvern tíma að púsla þeim inn í leikskipulagið.

En þetta eru náttúrlega engir smá-menn sem Kiel fékk í sumar, Joan Canellas, Domagoj Duvnjak og Steffen Weinhold. Með Filip Jicha, Duvnjak og Weinhold verður Kiel allavega ægileg hraðaupphlaupsmaskína,“ segir Aðalsteinn sem telur Rhein-Neckar Löwen eina liðið sem gæti ógnað Kiel í vetur.

Sjá samtal við Aðalstein í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert